Baldvin sló Íslandsmetið rækilega - Norðurlandameistari

Baldvin Þór Magnússon setti Íslandsmet í Finnlandi í dag.
Baldvin Þór Magnússon setti Íslandsmet í Finnlandi í dag. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Baldvin Þór Magnússon úr UFA varð í dag Norðurlandameistari í 3.000 metra hlaupi innanhúss og sló í leiðinni Íslandsmet sitt rækilega.

Baldvin hafði betur gegn Filip Ingebrigtsen frá Noregi, fyrrverandi Evrópumeistara í 1.500 metra hlaupi, og þeir háðu gríðarlegt einvígi um Norðurlandameistaratitilinn en Norðurlandamótið í frjálsíþróttum innanhúss fer fram í Espoo í Finnlandi í dag.

Baldvin kom í mark á 7:39,94 sekúndum og bætti Íslandsmetið sitt um hátt í sex sekúndur. Ingebrigtsen var aðeins 3/100 úr sekúndu á eftir honum á 7:39,97 mínútum.

Metið sem Baldvin setti í Sheffield í síðasta mánuði var 7:45,13 mínútur.

Um leið náði Baldvin lágmarkinu fyrir Evrópumeistaramótið sem fer fram í næsta mánuði.

Hann setti jafnframt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi innanhúss á Reykjavíkurleikunum 27. janúar.

Aníta fékk bronsið

Aníta Hinriksdóttir fékk bronsverðlaun í 800 metra hlaupi kvenna en hún hljóp á 2:03,71 mínútum. Malin Nyfors frá Noregi varð Norðurlandameistari á 2:01,97 mínútum. Íslandsmet Anítu frá árinu 2017 er 2:01,18 mínútur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert