Hnefaleikamaður lést eftir bardaga

John Cooney er látinn.
John Cooney er látinn.

Írski hnefaleikamaðurinn John Cooney lést á dögunum eftir að hann tapaði fyrir Nathan Howells í bardaga þeirra í Belfast um síðustu helgi.

Cooney, sem var 28 ára, hlaut mikla heilablæðingu eftir að Howells sló hann niður í bardaga þeirra. Læknar sem voru á staðnum skoðuðu Cooney og ákveðið var að flytja hann á Royal Victoria spítalann í Belfast þar sem hann gekkst undir aðgerð til að létta á þrýstingi á heilann í kjölfar heilablæðingarinnar.

„Það er með miklum trega sem við verðum að tilkynna að eftir að hafa barist fyrir lífi sínu í viku þá hefur John Cooney því miður fallið frá,“ sagði í tilkynningu frá MHD Promotions, samtökum sem stóðu fyrir bardaganum.

Bardaginn var stöðvaður í níundu lotu eftir að Howells hafði slegið Cooney niður í jörðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert