Í undanúrslit í fyrsta sinn í ellefu ár

Þróttarar lögðu Vestra á sannfærandi hátt.
Þróttarar lögðu Vestra á sannfærandi hátt. Ljósmynd/Þróttur

Lið Þróttar úr Reykjavík er komið í undanúrslitin í bikarkeppni karla í blaki í fyrsta skipti í ellefu ár.

Þróttarar, sem senda lið á Íslandsmótið í vetur eftir nokkurra ára hlé, léku síðast í undanúrslitum árið 2014. Þeir lögðu Vestra í átta liða úrslitum í Laugardalshöllinni í gær, 3:0, en hrinurnar enduðu 25:21, 25:22 og 25:22.

Lið Þróttar hefur átt góðu gengi að fagna á Íslandsmótinu í vetur og er í þriðja sæti af átta liðum úrvalsdeildar en Vestri er í fimmta sæti.

Þrátt fyrir þessa fjarveru er Þróttur sigursælasta lið bikarkeppninnar og hefur unnið hana fjórtán sinnum.

HK og Afturelding höfðu áður tryggt sér sæti í undanúrslitum og KA og Þróttur úr Fjarðabyggð leika um síðasta sætið á Akureyri á miðvikudagskvöldið.

Undanúrslit og úrslit bikarkeppninnar í bæði karla- og kvennaflokki fara fram í Digranesi í Kópavogi dagana 6. til 8. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert