Skandall skekur fimleikaheiminn

Vera Tugolukova komst á Ólympíuleikana eftir dómarasvindl. Hún var ekki …
Vera Tugolukova komst á Ólympíuleikana eftir dómarasvindl. Hún var ekki dæmd fyrir sinn þátt í málinu.

Kýpverski fimleikadómarinn Evangelia Trimkomiti hefur verið dæmd í fjögurra ára bann fyrir að hafa hjálpað samlöndu sinni, Veru Tugolukova, að komast inn á Ólympíuleikana í París síðasta sumar.

Trikomiti, sem hefur um árabil verið einn virtasti fimleikadómari Evrópu, var yfirdómari á Evrópumótinu í fimleikum sem fram fór í Búdapest í maí 2024. Þar var Tugolukova að keppa í nútímafimleikum og endaði hún í síðasta sæti sem tryggði þátttökurétt á Ólympíuleikunum í París.

Trikomiti var dæmd fyrir að hafa „skipt sér óþarflega af“ störfum dómara á mótinu sem varð til þess að Tugolukova endaði sæti ofar en hún átti að gera og komst inn á Ólympíuleikana í staðin fyrir Liliönu Lewinska frá Póllandi.

Evangelina Trikomiti hefur verið dæmd í fjögurra ára bann frá …
Evangelina Trikomiti hefur verið dæmd í fjögurra ára bann frá dómgæslu.

Alþjóðlega fimleikasambandið (FIG) komst að þeirri niðurstöðu að Trikomiti hafi brotið verulega af sér og hefur hún verið dæmd í fjögurra ára bann frá dómgæslu en hún má þó starfa áfram sem þjálfari.

Trikomiti hefur nú þegar tjáð sig um málið og sagðist ætla að áfrýja þessum dómi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert