Kýpverski fimleikadómarinn Evangelia Trimkomiti hefur verið dæmd í fjögurra ára bann fyrir að hafa hjálpað samlöndu sinni, Veru Tugolukova, að komast inn á Ólympíuleikana í París síðasta sumar.
Trikomiti, sem hefur um árabil verið einn virtasti fimleikadómari Evrópu, var yfirdómari á Evrópumótinu í fimleikum sem fram fór í Búdapest í maí 2024. Þar var Tugolukova að keppa í nútímafimleikum og endaði hún í síðasta sæti sem tryggði þátttökurétt á Ólympíuleikunum í París.
Trikomiti var dæmd fyrir að hafa „skipt sér óþarflega af“ störfum dómara á mótinu sem varð til þess að Tugolukova endaði sæti ofar en hún átti að gera og komst inn á Ólympíuleikana í staðin fyrir Liliönu Lewinska frá Póllandi.
Alþjóðlega fimleikasambandið (FIG) komst að þeirri niðurstöðu að Trikomiti hafi brotið verulega af sér og hefur hún verið dæmd í fjögurra ára bann frá dómgæslu en hún má þó starfa áfram sem þjálfari.
Trikomiti hefur nú þegar tjáð sig um málið og sagðist ætla að áfrýja þessum dómi.