Philadelphia Eagles burstaði Kansas City Chiefs, 40:22, í Ofurskálarleiknum, Superbowl, sem fram fór í New Orleans í nótt.
Ernirnir frá Fíladelfíu höfðu mikla yfirburði í leiknum og voru 24:0 yfir eftir fyrri hálfleikinn og komust í 37:0, áður en Kansas City komst loks á blað en liðið stefndi á að vinna Ofurskálina þriðja árið í röð, fyrst allra liða.
66 þúsund áhorfendur, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti sáu liðsmenn Philadelphia Eagles fara á kostum á Superdome-leikvanginum í New Orleans og Ernirnir náðu þar með að hefna ófaranna frá því fyrir tveimur árum þegar þeir töpuðu fyrir Kanas City Chiefs í úrslitaleiknum, 38:35.
Þetta er í annað sinn sem Philadelphia Eagles vinnur Ofurskálina en liðið hrósaði sigri í Superbowl árið 2018.
Í leikslok var Jalen Hurts, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, útnefndur mikilvægasti leikmaður úrslitaleikaleiksins en hann skoraði eitt snertimark í leiknum og átti tvær snertimarkssendingar.