Íslandsmeistari eftir mikla spennu

Alan Trigg til vinstri.
Alan Trigg til vinstri. Ljósmynd/Billiardsamband Íslands

Alan Trigg varð í gær Íslandsmeistari í 8-ball í billiard en mótið fór fram á Snóker og Pool-stofunni í Lágmúla í Reykjavík.

Alan hafði betur gegn Agnari Olsen í úrslitum, 8:5, en í undanúrslitunum hafði Alan betur gegn Daða Má Guðmundssyni, 8:7, á meðan Agnar hafði betur gegn Guðmundi Gesti Sveinssyni, 8:7.

Alan er ríkjandi Íslandsmeistari í 9-ball og í snóker en hann er fyrrverandi atvinnumaður í snóker og hefur séð um þjálfun barna og fullorðinna í knattborðsíþróttum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert