Tónlistarkonan Taylor Swift var á meðal áhorfenda á leik Philadelphia Eagles og Kansas City Chiefs í Ofurskálaleiknum í ruðningi í New Orleans í Bandaríkjunum í nótt.
Swift er í sambandi með Travis Kelce, útherja Kansas City Chiefs, en leiknum lauk með stórsigri Philadelphia, 40:22.
Tónlistarkonan hefur verið fastagestur á leikjum Kansas City alveg frá því að hún og Kelce byrjuðu að hittast árið 2023.
Hún var meðal annars viðstödd Ofurskálaleikinn í fyrra þegar Kansas City hafði betur gegn San Francisco 49ers í Nevada, 25:22.
Swift var mikið í mynd á meðan á leiknum stóð í Nevada og stuðningsmenn beggja liða áttu það til að baula á Swift í gær þegar hún birtist á myndbandsskjánum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.