Fjögur keppa á Kýpur um helgina

Erna Sóley Gunnarsdóttir kastar á Kýpur um helgina.
Erna Sóley Gunnarsdóttir kastar á Kýpur um helgina. mbl.is/Hákon

Fjór­ir ís­lensk­ir kast­ar­ar taka þátt í hinu ár­lega Vetr­ark­ast­móti Evr­ópu sem fer að þessu sinni fram á Kýp­ur og er haldið á morg­un og á sunnu­dag­inn.

Erna Sól­ey Gunn­ars­dótt­ir kepp­ir í kúlu­varpi, Guðni Val­ur Guðna­son og Hera Christen­sen í kringlukasti og Hilm­ar Örn Jóns­son í sleggjukasti.

Erna, Guðni og Hilm­ar eru ríkj­andi Íslands­met­haf­ar í sín­um  grein­um og Hera, sem kepp­ir í flokki U23 ára, á ald­urs­flokka­metið 19 ára og yngri, sem jafn­framt er fjórði besti ár­ang­ur ís­lenskr­ar konu í kringlukasti.

Íslands­met Hilm­ars (77,10 m) og Guðna (69,35 m) eru frá ár­inu 2020 en Erna sló Íslands­metið í kúlu­varpi síðasta sum­ar þegar hún kastaði 17,91 metra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert