Sló Alcaraz út og vann mótið

Jack Draper með sigurlaunin fyrir að standa uppi sem sigurvegari …
Jack Draper með sigurlaunin fyrir að standa uppi sem sigurvegari á Indian Wells-mótinu. AFP/Patrick T. Fallon

Breski tenn­is­leik­ar­inn Jack Dra­per vann sinn stærsta titil á ferl­in­um til þessa þegar hann reynd­ist hlut­skarp­ast­ur á Indi­an Wells-mót­inu í Kali­forn­íu í Banda­ríkj­un­um í gær.

Dra­per mætti Dan­an­um Holger Rune í úr­slit­um og vann 2:0 eft­ir að hafa unnið bæði fyrsta og annað sett 6:2.

Hann hafði óvænt slegið Spán­verj­ann Car­los Alcaraz út í undanúr­slit­um á laug­ar­dag og þá lá ljóst fyr­ir að hann kæm­ist í topp tíu á heimslist­an­um í fyrsta sinn.

Dra­per, sem er 23 ára gam­all, er nú í sjö­unda sæti á list­an­um og vann sinn fyrsta titil á ATP Masters-mótaröðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert