Hamilton á ráspól í Kína

Lewis Hamilton kátur eftir tímatökuna í Sjanghaí í dag.
Lewis Hamilton kátur eftir tímatökuna í Sjanghaí í dag. AFP/Greg Baker

Lew­is Hamilt­on verður á rá­spól fyr­ir Ferr­ari í sprett­keppn­inni í kín­verska kapp­akstr­in­um í Formúlu 1 um helg­ina.

Hamilt­on, sem er sjö­fald­ur heims­meist­ari í Formúlu 1, sagði við frétta­menn eft­ir að hann kom fyrst­ur í mark í tíma­töku í dag að hann væri í áfalli yfir því hversu hratt Ferr­ari-bif­reiðin hafi farið.

Hamilt­on hafnaði í ní­unda sæti í ástr­alska kapp­akstr­in­um um síðustu helgi, sem var hans fyrsti fyr­ir hönd Ferr­ari, og bjóst því ekki við jafn góðu gengi og í dag.

„Mér er smá brugðið yfir þessu. Ég vissi ekki hvenær við gæt­um kom­ist í þessa stöðu og miðað við hvernig síðasta helgi fór var byrj­un­in á þess­ari viku erfið.

Ég kom hingað upp­full­ur af ákefð og vildi koma bíln­um í sem besta stöðu fyr­ir helg­ina. Ég byrjaði um leið með betri til­finn­ingu fyr­ir bíln­um og ég trúi því ekki að við séum fremst­ir. Ég er í svo­litlu áfalli,“ sagði Hamilt­on.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert