Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék fyrsta hringinn á Íslandsmótinu í Vestmannaeyjum í dag á 67 höggum, eða þremur höggum undir pari. Íslandsmeistarinn frá í fyrra, Sigurpáll Geir Sveinsson GA, er í öðru sæti á 68 höggum og síðan koma fimm kylfingar jafnir á 69 höggum. Það má búast við spennandi keppni á morgun.
Birgir Leifur fékk fimm fugla á hringnum í dag, tvo á fyrri níu og þrjá á seinni níu. Hann paraði 11 holur og fékk tvo skolla, á þriðju og tíundu holu.
Staða efstu manna þegar hér er komið sögu er þannig:
- Birgir Leifur Hafþórsson GKG 67 -3
- Sigurpáll Geir Sveinsson GA 68 -2
- Örn Ævar Hjartarson GS 69 -1
- Magnús Lárusson GKJ 69 -1
- Davíð Már Vilhjálmsson GKJ 69 -1
- Ólafur Már Sigurðsson GK 69 -1
- Björgvin Sigurbergsson GK 69 -1
- Kristinn Gústaf Bjarnason GKG 70 0
- Viggó H Viggósson GR 71 +1
- Sveinn Sigurbergsson GK 71 +1
- Haraldur Hilmar Heimisson GR 71 +1
- Björn Þór Hilmarsson GR 71 +1
- Brynjólfur Einar Sigmarsson GKG 71 +1
- Birgir M. Vigfússon GR 72 +2
- Gunnar Þór Gunnarsson GKG 72 +2
- Óskar Pálsson GHR 72 +2
- Heiðar Dvaíð Bragason GKJ 72 +2
- Hjalti Atlason GOB 73 +3
- Úlfar Jónsson GK 73 +3
- Guðmundur Ingvi Einarsson GR 73 +3