Margir spennandi leikir verða á 16-manna úrslitum karla á Íslandsmótinu í holukeppni í Grafarholti á morgun. Þar mætast meðal annars ungu kylfingarnir Sigmundur E. Másson úr GKG og Rúnar Óli Einarsson úr GS. Í 8-manna úrslitum kvenna mætast Þórdís Geirsdóttir, sem varð Íslandsmeistari í holukeppni 1989 og Herborg Arnarsdóttir, sem varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum.
Ekki var mikið um óvænt úrslit í fyrstu tveimur umferðunum í karlaflokki í dag og það sama má segja um úrslitin í kvennaflokki. Búast má við að harka færist í leikinn á morgun þegar 16-manna úrslitin fara fram og eins 8-manna úrslit kvenna.
Eftirtaldir mætast í 16-manna úrslitum á morgun:
Björgvin Sigurbergsson - Gunnlaugur H. Erlendsson
Magnús Lárusson - Kjartan Dór Kjartansson
Ólafur Már Sigurðsson - Helgi Birkir Þórisson
Heiðar Davíð Bragason - Davíð Viðarsson
Tryggvi Pétursson - Birgir Már Vigfússon
Guðmundur R. Hallgrímsson - Sigurpáll Geir Sveinsson
Rúnar Óli Einarsson - Sigmundur E. Másson
Davíð A. Friðriksson - Birgir Leifur Hafþórsson
Eftirtaldar konur mætast í 8-liða úrslitum á morgun:
Ragnhildur Sigurðardóttir - Anna Jódís Sigurbergsdóttir
Tinna Jóhannsdóttir - Helga Rut Svanbergsdóttir
Þórdís Geirsdóttir - Herborg Arnarsdóttir
Ólöf María Jónsdóttir - Guðfinna Halldórsdóttir.
Konurnar hefja leik kl. 07.30 í fyrramálið og karlarnir klukkan 08.00.