Aðgerðir gegn fölsuðum golfvörum í Kína

mbl.is

Kínversk yfirvöld gerðu á dögunum upptækar falsaðar golfvörur í miklu magni á nokkrum stöðum í Kína en samtök golfframleiðanda hafa unnið með kínverskum yfirvöldum að undanförnu að málinu. Vörurnar sem gerðar voru upptækar voru í miklu magni, kylfur, pokar, töskur, boltar og fatnaður og er talið að verðmæti þess varnings sem gerður var upptækur sé yfir 30 millj. kr.

Vörurnar voru allar falsaðar en framleiddar undir þekktum vörumerkjum og má þar nefna Callaway, Cleveland, Nike, Odyssey, PING, TaylorMade og Titleist.

Gríðarlegt magn af golfvörum er framleitt í Kína og selt undir fölsku flaggi og hafa kínversk yfirvöld tekið þátt í aðgerðum sem samtök golfvöruframleiðanda hafa staðið að en samtökin voru stofnuð af eftirtöldum fyrirtækjum: Acushnet sem framleiðir Titleist, FootJoy og Cobra Golf; Callaway Golf-Odyssey, Top-Flite og Ben Hogan; Cleveland Golf-Never Compromise; Nike; PING; og TaylorMade-adidas Golf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert