Spenna á fyrsta stórmóti ársins í kvennaflokki

Suzann Pettersen.
Suzann Pettersen. Reuters

Se Ri Pak frá S-Kóreu og Suzann Pettersen frá Noregi deila efsta sætinu fyrir lokadaginn á fyrsta stórmóti ársins í kvennaflokki í golfi, Kraft Nabisco meistaramótinu. Pak, sem hefur sigrað sex sinnum á stórmóti atvinnukvenna, lék á 70 höggum í gær eða 2 höggum undir pari vallar og er hún samtals á 4 höggum undir pari.

Pettersen, sem endaði í öðru sæti á Safeway meistaramótinu í síðustu viku, hefur aldrei náð að landa sigri á atvinnumóti en hún lék á 71 höggi í gær. Lorena Ochoa frá Mexíkó var í efsta sæti mótsins ásamt Paulu Creamer en Ochoa lék á 77 höggum í gær og er hún í 12. sæti en Creamer er þriðja ásamt Meaghan Francella á 3 höggum undir pari. Annika Sörenstam lék á 71 höggi í gær en hún er 10 höggum á eftir Pak og Pettersen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka