Sörenstam frá keppni vegna meiðsla

Annika Sörenstam á Royal Birkdale.
Annika Sörenstam á Royal Birkdale. Reuters

Sænski kylfingurinn Annika Sörenstam verður frá keppni næstu vikurnar á bandarísku kvennamótaröðinni, LPGA, vegna meiðsla. Sörenstam hefur ekki náð sér á strik að undanförnu vegna meiðsla í baki og ætlar hún að taka sér frí í 3-4 vikur til þess að ná bata. Sörenstam er í efsta sæti heimslistans í kvennaflokki en hún hefur sigrað á 69 mótum á LPGA-mótaröðinni og alls á 10 stórmótum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka