Cavalleri fagnaði sigri í Mexíkó

Lorena Ochoa.
Lorena Ochoa. Reuters

Silvia Cavalleri varð um helgina fyrsta ítalska konan sem fagnar sigri á bandarísku LPGA-mótaröðinni í golfi en hún lék lokahringinn á Corona meistaramótinu á 7 höggum undir pari eða 66 höggum.

Cavalleri var tveimur höggum betri en Lorena Ochoa frá Mexíkó og Julieta Granada frá Paragvæ. Ochoa er efst á heimslistanum í golfi í kvennaflokki og fékk hún gríðarlegan stuðning frá áhorfendum þar sem mótið fór fram í Mexíkó en það dugði ekki til. Cavalleri lék samtals á 20 höggum undir pari og fékk hún um 12,5 millj. kr. fyrir sigurinn. Þetta er annað árið í röð sem Granada endar í öðru sæti á þessu móti en Ochoa hafði titil að verja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert