Garrett fagnaði sínum fyrsta sigri

Nikki Garrett sigraði á Tenerife meistaramótinu á Evrópumótaröð kvenna í dag og er þetta fyrsti sigur hennar á mótaröðinni. Garrett er frá Ástralíu og er hún 23 ára gömul. Hún lék á pari vallar á lokahringnum þar sem hún fékk fjóra fugla og fjóra skolla. Sa,mtals lék hún á einu höggi undir pari á mótinu. Trish Johnson frá Englandi og Tania Elosegui frá Spáni voru tveimur höggum á eftir Garrett.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka