Alfredsson með fullskipað lið fyrir Solheim-keppnina

Fyriliðarnir Helen Alfredsson og Pat Hurst.
Fyriliðarnir Helen Alfredsson og Pat Hurst. AP

Helen Alfredsson, fyrirliði úrvalsliðs Evrópu í golfi kvenna hefur valið þrjá kylfinga fyrir Solheim-keppnina sem fram fer í Svíþjóð um miðjan september. Keppnin er með sama sniði og Ryderkeppnin í karlaflokki, en úrvalslið Evrópu tekur á móti bandaríska úrvalsliðinu. Alfredsson stýrði Evrópu til sigurs í síðustu keppni og valdi hún Maria Hjörth, Iben Tinning og Linda Wessberg í liðið.

Evrópuliðið verður þannig skipað: Gwladys Nocera (Frakkland), Trish Johnson (England), Bettina Hauert (Þýskaland), Laura Davies (England), Becky Brewerton (Wales), Annika Sörenstam (Svíþjóð), Suzann Pettersen (Noregur), Catriona Matthew (Skotland), Sophie Gustafson (Svíþjóð), Maria Hjörth (Svíþjóð), Iben Tinning (Danmörk), Linda Wessberg (Svíþjóð). Golfsamband Íslands kemur að framkvæmd mótsins í fyrsta sinn en keppnin var fyrst haldin árið 1990 en að þessu sinni verður leikið í Halmstad.

Það var Karsten Solheim, stofnandi Ping-golfverkssmiðjunnar, sem var aðalhvatamaðurinn að því að Solheim-keppnin var sett á laggirnar. Leikið er á tveggja ára fresti og hefur bandaríska liðið sex sinnum fagnað sigri en Evrópa þrívegis. Ekki er búið að velja bandaríska liðið en 10 efstu kylfingarnir á stigalista LPGA-mótaraðarinnar fá sjálfkrafa keppnisrétt en tveir kylfingar eru síðan valdir af fyrirliðanum, Betsy King.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka