Meistarinn féll úr keppni eftir bráðabana gegn Sigurði

Sigurður Pétursson, GR
Sigurður Pétursson, GR Arnaldur Halldórsson

Sigurður Pétursson, þrefaldur Íslandsmeistari úr GR, sigraði Örn Ævar Hjartarson úr GS í 16-manna úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni í golfi á Urriðavelli í dag. Sigurður hafði betur á 20. holu í bráðabana. Theodór Sölvi Blöndal úr Oddi mætir Sigurði í 8-manna úrslitum en hann vann Auðunn Einarsson úr GK. Arnór Ingi Finnbjörnsson, Sigurpáll Geir Sveinsson úr Kili, Helgi Ingimundarson úr GR og Kristján Þór Einarsson úr GKj. eru einnig komnir áfram í 8-manna úrslit. Tveimur leikjum er ólokið í 16-manna úrslitum.

16-manna úrslit í karlaflokki:

Örn Ævar Hjartarson, GS - Sigurður Pétursson, GR, sigraði á 20. holu í bráðabana.

Theodór Sölvi Blöndal, GO 1/0 - Auðunn Einarsson, GK.

Sigurður og Theodór Sölvi mætast í 8-manna úrslitum.

Helgi Ingimundarson, GR 2/1 - Sigurbjörn Þorgeirsson, GÓ.

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 9/7 - Sigurberg Guðbrandsson, GK.

Helgi og Arnór Ingi mætast í 8-manna úrslitum.

------

Sigurpáll Geir Sveinsson, GKj. 2/1 - Björn Þór Arnarson, GO.

Sigurþór Jónsson, GK - Kristján Þór Einarsson GKj. 2/1

Sigurpáll og Kristján Þór mætast í 8-manna úrslitum.

Oddur Óli Jónasson, NK.- Stefán Már Stefánsson GR. 1/0

Ottó Sigurðsson, GKG 2/0 - Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Ekki lokið

Stefán Már og Ottó mætast í 8-manna úrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert