King valdi Castrale og Diaz í bandaríska úrvalsliðið

Paula Creamer.
Paula Creamer. Re

Betsy King fyrirliði bandaríska kvennaúrvalsliðsins í golfi hefur valið lið sitt fyrir Solheim-keppnina sem fram fer í Svíþjóð dagan 14-16. september. Fyrirliðinn fær að velja tvo leikmenn að eigin vali og valdi King þær Nicole Castrale og Laura Diaz. Tíu aðrir kylfingar tryggðu sér keppnisrétt með því að ná góðum árangri á LPGA-kvennamótaröðinni. Liðið er þannig skipað en í sviga eru stigin sem kylfingarnir fengu á keppnistímabilinu:

Paula Creamer (741,00), Cristie Kerr (713,50), Morgan Pressel (532,50), Juli Inkster (512,00), Stacy Prammanasudh (483,50), Pat Hurst (449,00), Natalie Gulbis (412,50), Brittany Lincicome (396,50), Angela Stanford (372, 00), Sherri Steinhauer (324,50), Nicole Castrale (277,00), Laura Diaz (240,00).

Inkster hefur sex sinnum áður leikið með bandaríska liðinu í Solheim-keppninni en Castrale, Lincicome, Prammanasudh og Pressel eru nýliðar.

Solheim keppnin er með sama sniði og Ryderkeppnin en á meðal keppenda í úrvalsliði Evrópu, en í Evrópuliðinu eru kylfingar á borð við Anniku Sörenstam.

Evrópuliðið er þannig skipað:

Gwladys Nocera (Frakkland), Trish Johnson (England), Bettina Hauert (Þýskaland), Laura Davies (England), Becky Brewerton (Wales), Annika Sörenstam (Svíþjóð), Suzann Pettersen (Noregur), Catriona Matthew (Skotland), Sophie Gustafson (Svíþjóð), Maria Hjörth (Svíþjóð), Iben Tinning (Danmörk), Linda Wessberg (Svíþjóð).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert