Stefán Már Stefánsson úr GR lék best allra á fyrsta hringum á Kaupþingsmótaröðinni í Vestmannaeyjum í dag. Hann lék á 68 höggum eða 2 höggum undir pari vallar en Sigurþór Jónson úr GK og Sigurður Pétursson úr GR léku á pari vallar eða 70 höggum. Stefán var í 18. sæti stigalistans á Kaupþingsmótaröðinni fyrir mótið en hann fékk þrjá fugla og einn skolla í dag. Aðstæður voru fínar í Eyjum en keppni lýkur á morgun. Það vekur athygli að aðeins 25 kylfingar leika í karlaflokki en aldrei áður hafa eins fáir keppendur mætt til leiks á stigamóti. Kristján Þór Einarsson úr Kili lék á 68 höggum í dag en hann fékk frávísun og er því úr leik.
„Á 18. braut sló ég bolta sem ég átti ekki. Það kom ekki ljós fyrr en ég hafði lokið leik og við þessu er lítið hægt að gera. Boltarnir voru báðir Titleist ProV1 með rauðu striki undir númerinu. Og það var því erfitt að átta sig á því að þetta var ekki minn bolti,“ sagði Kristján í dag við mbl.is en hann fékk fugl á lokaholuna.
„Þetta er hundfúlt þar sem ég var að leika mjög vel en ég verð bara að merkja boltana mína öðruvísi í framtíðinni,“ bætti Kristján við.
Staðan á mótinu:
1. Stefán Már Stefánsson GR 68
2. Sigurþór Jónsson GK 70
3. Sigurður Pétursson GR 70
4. Axel Bóasson GK 71
5. Haraldur Hilmar Heimisson GR 72
6 . Rúnar Þór Karlsson GV 72
7. Örlygur Helgi Grímsson GV 72
8. Hlynur Geir Hjartarson GK 73
9. Rúnar Arnórsson GK 73
10. Birgir Guðjónsson GR 75
11. Júlíus Hallgrímsson GV 75
12. Gestur Gunnarsson GKG 76
13. Oddur Óli Jónasson NK 76
14. Nökkvi Gunnarsson NK 77
15. Hannes Eyvindsson GR 77
16. Sigurbjörn Þorgeirsson GÓ 78
17. Þorvaldur Ægir Þorvaldsson GV 78
18. Jón Valgarð Gústafsson GV 79
19. Steinn Baugur Gunnarsson NK 80
20. Hólmar Freyr Christiansson GR 80
21. Gunnar Geir Gústafsson GV 81
22. Sæþór Freyr Heimisson GV 82
23. Jón Guðmundsson GKG 84
24. Hlynur Stefánsson GV 87
25. Sveinn Sigurðsson GV 88
Kristján Þór Einarsson og Ólafur Hreinn Jóhannesson fengu báðir frávísun.