Heiðar Davíð Bragason og Sigurpáll Geir Sveinsson, atvinnukylfingar úr Kili Mosfellsbæ hefja leik á morgun á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Heiðar og Sigurpáll leika á Fleesensee vellinum í Þýskalandi en einnig keppt er á tveimur völlum á Englandi. Magnús Lárusson félagi þeirra úr Kili leikur á Chart Hills vellinum á Englandi. Ottó Sigurðsson úr GKG, Íslandsmeistari í holukeppni árið 2007, leikur á Oxfordshire vellinum sem er rétt utan við London á Englandi og þar verður Örn Ævar Hjartarson úr GS einnig í eldlínunni. Á fyrsta stiginu eru leiknar 72 holur og komast um 30 kylfingar af hverjum velli áfram á annað stig úrtökumótsins. Keppni á fyrsta stig úrtökumótsins er tvískipt en leikið er 11.-14. september og einnig 18.-21. september á Ítalíu, Frakklandi og Englandi.
Annað stig úrtökumótsins fer fram á Spáni 7.-10. okt. en þar bætast í hópinn kylfingar sem hafa leikið á Evrópumótaröðinni á þessu tímabili og ekki náð að tryggja sér keppnisrétt á næsta tímabili. Annað stigið er leikið á fjórum völlum samtímis og komast um 30 af hverjum velli áfram á lokaúrtökumótið sem fram fer á San Rouge vellinum á Spáni. Þar eru leiknar 108 holur eða 6 hringir og þeir sem eru í hópi 30 efstu fá takmarkaðann á Evrópumótaröðinni - líkt og Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er með á þessu tímabili.