Fyrsta keppnisdegi er lokið á Solheim bikarnum í Svíþjóð þar sem að úrvalslið Evrópu og Bandaríkjanna í golfi kvenna eigast við en keppnin er með sama fyrirkomulagi og Ryderkeppnin. Bandaríkin eru með 4,5 vinning en Evrópa er með 3,5 vinning. Keppni hefst aftur á morgun og lokadagurinn er á sunnudaginn. Úrslit dagsins en Evrópuliðið er talið upp á undan:
Betri bolti sem leikinn var eftir hádegi en þar léku tveir kylfingar saman en betra skorið á hverri holu taldi:
Catriona Matthew / Iben Tinning 4/2 - Pat Hurst / Brittany Lincicome.
Annika Sörenstam / Maria Hjorth - Angela Stanford / Stacy Prammanasudh, allt jafnt.
Sophie Gustafson / Gwladys Nocera - Nicole Castrale / Cristie Kerr, 3/2.
Trish Johnson / Laura Davies - Paula Creamer / Morgan Pressel, allt jafnt.
Fjórmenningur var fyrir hádegi þar sem að kylfingar slógu upphafshöggin til skiptist og léku aðeins einum bolta:
Suzann Pettersen / Sophie Gustafson - Pat Hurst / Cristie Kerr, allt jafnt.
Annika Sörenstam / Catriona Matthew - Sherri Steinhauer / Laura Diaz, 4/2.
Laura Davies / Becky Brewerton - Inkster / Paula Creamer, 2/1
Gwladys Nocera / Maria Hjorth, 3/2 - Natalie Gulbis / Morgan Pressel.