Solheim keppnin byrjuð í Halmstad

Stuðningsmenn bandaríska liðsins á Solheim-keppninni.
Stuðningsmenn bandaríska liðsins á Solheim-keppninni. Reuters.

Fyrsti keppnisdagur á Solheim-keppninni í golfi er í dag en leikið er í Halmstad í Svíþjóð. Keppnin er með sama sniði og í Ryderkeppninni en það eru úrvalslið kvenna frá Bandaríkjunum og Evrópu sem eigast við. Í dag verður keppt í fjórmenning þar sem að tveir kylfingar eru saman í liði og leika þeir einum bolta saman og slá þeir upphafshöggin til skiptis.

Staðan á mótinu.

Sophie Gustafson frá Svíþjóð og Suzann Pettersen frá Noregi verða saman í dag gegn Cristie Kerr og Pat Hurst, en Kerr sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu.

Annika Sörenstam frá Svíþjóð og Skotinn Catriona Matthew verða saman í liði gegn Laura Diaz og Sherri Steinhauer.

Becky Brewerton frá Wales er eini nýliðinn sem fær tækifæri í dag en hún er einnig fyrsti kylfingurinn frá Wales sem tekur þátt í Solheim-keppninni. Hún verður í liði með Laura Davies frá Englandi en þær leika gegn Juli Inkster og Paula Creamer.

Í lokaleiknum verða Maria Hjorth frá Svíþjóð og Gwladys Nocera frá Frakklandi. Þær leika gegn hinni 19 ára gömlu Morgan Pressel og Natalie Gulbis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka