Bandaríska liðið með yfirburði í Montreal

Tiger Woods og David Toms léku vel saman.
Tiger Woods og David Toms léku vel saman. Reuters.

“Við þurfum að töfra kanínuna upp úr hattinum á morgun og sýna hvað í okkur býr,” sagði Gary Player fyrirliði Alþjóðlega úrvalsliðsins í golfi eftir að keppni lauk á næst síðasta keppnisdegi Forsetabikarsins en staða bandaríska liðsins er vænleg fyrir lokadaginn. Bandaríkin eru með 14,5 vinninga gegn 7,5 vinningum Alþjóðlega liðsins. Á morgun verður leikinn tvímennningur og eru 12 stig í pottinum.

Í dag var leikinn tvöföld umferð, fjórleikur og fjórmenningur.

Úrslit í fjórleiknum, en þar leika tveir saman í liði og betra skor á hverri holu telur. Bandaríska liðið er talið upp á undan:

Stewart Cink-Jim Furyk, 1/0 - Angel Cabrera-KJ Choi.

Charles Howell-Lucas Glover - Mike Weir-Ernie Els, 4/2

Tiger Woods-David Toms, 5/3 - Nick O'Hern-Geoff Ogilvy.

Phil Mickelson-Woody Austin - Adam Scott-Retief Goosen, allt jafnt.

Vijay Singh-Stuart Appleby, 1/0 - Steve Stricker-Hunter Mahan.

Úrslit í fjórmenningnum, en þar leika tveir saman í liði einum bolta, og skiptast þeir á að slá upphafshöggin og leika síðan til skiptis út holuna. Bandaríska liðið er talið upp á undan:

Phil Mickelson-Woody Austin, 5/4. - Stuart Appleby-Retief Goosen.

Tiger Woods-Jim Furyk, 4/3 - Adam Scott-Ernie Els.

Steve Stricker-Hunter Mahanm, 2/0 - Trevor Immelman-Rory Sabbatini.

Lucas Glover-Scott Verplank, 2/1. - Vijay Singh-Mike Weir.

David Toms-Zach Johnson, 2/1 - Nick O'Hern-Geoff Ogilvy.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert