Campbell náði sér á strik á Viking meistaramótinu

Chad Campbell.
Chad Campbell. Reuters.

Chad Campbell sigraði á Viking golfmótinu á PGA-mótaröðinni sem lauk á sunnudag en hann lék lokahringinn á 69 höggum og var hann einu höggi betri en Johnson Wagner. Campbell lék samtals á 13 höggum undir pari og er þetta fyrsti sigur hans á árinu og sá fjórði á ferlinum á PGA-mótaröðinni.

Boo Weekeley og Bill Haas enduðu í þriðja sæti á 11 höggum undir pari vallar. Fyrir lokahringinn var Campbell í þriðja sæti en hann blandaði sér í baráttuna um efsta sætið eftir þriðja hringinn þar sem hann lék á 64 höggum. Campbell var í bandaríska Ryderliðinu 2004 og 2006 en hann hefur ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum.

Lokastaðan á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert