Alfreð Brynjar Kristinsson, kylfingur úr GR, endaði í 15. sæti á háskólagolfmóti sem fram fór í síðustu viku í Bandaríkjunum. Alfreð leikur fyrir St. Andrews Presbyterian College og er hann jafnframt fyrirliði skólaliðsins en hann lék á 70 og 76 höggum á mótinu eða 4 höggum yfir pari.
Þórður Rafn Gissurarson, GR, er einnig í skólaliði St. Andrews Presbyterian College en hann lék á 80 og 73 höggum og endaði hann í 39.-40. sæti en lið þeirra endaði í 5. sæti af alls 10 liðum.