Forráðamenn PGA-mótaraðarinnar í golfi hafa tekið nýja stefnu hvað varðar kylfinga sem eru lengi frá keppni vegna fjölskyldaðstæðna. David Duval og Dudley Hart munu njóta góðs af þessum breytingum og fá keppnisrétt á PGA-mótaröðinni á næsta tímbili þrátt fyrir að þeir séu ekki á meðal 115 efstu á peningalistanum.
Duval nýtti sér undanþágu í fyrra til þess að halda keppnisrétti sínum á PGA-mótaröðinni en hann var ekki á meðal 115 efstu á peningalistanum og missti þar með keppnisréttinn.
Duval er hinsvegar á lista yfir 25 tekjuhæstu frá upphafi á PGA-mótaröðinni og þeir sem eru í þeim hópi fá tækifæri til þess að sanna sig að nýju ef þeim mistekst að vera í hópi 115 efstu á keppnistímabilinu. Duval hefur ekki getað nýtt sér tækifærið sem hann fékk á þessu ári vegna veikinda eiginkonu hans valdi Duval að sinna fjórum börnum þeirra á meðan eiginkonan jafnaði sig eftir barnsburð.
Hart er í svipaðri aðstöðu en eiginkona hans átti við veikindi að stríða og hefur Hart ekki leikið mikið á þessu keppnistímabili. Hann hefur ekki leikið á PGA móti frá því í apríl.