Jesper Parnevik frá Svíþjóð lék á 61 höggi í gær á fyrsta keppnisdegi á opna Texas-meistaramótinu í golfi á PGA-mótaröðinni og hefur hann aldrei náð betra skori á ferlinum. Parnevik hefur ekki sigrað á PGA-mótaröðinni frá árinu 2001 en hann fékk fimm fugla á fyrri 9 holunum og bætti við 5 fuglum á síðari 9 holunum. Hann gerði mistök á fyrstu brautinni sem hann lék, þeirri 10., þar sem hann fékk skolla en eftir það gekk allt upp hjá hinum litríka sænska atvinnumanni.
Robert Gamez, Justin Leonard, Mathias Gronberg, Bob Tway, Matt Hendrix, Neal Lancaster, Shigeki Maruyama, Daniel Chopra, Richard S. Johnson og Dan Forsman eru allir jafnir í öðru sæti á 5 höggum undir pari eða 65 höggum.
Parnevik hefur sigrað á fjórum PGA-mótum á ferlinum en hann var nálægt því að sigra á Opna breska meistaramótinu árið 1994 og einnig 1997 en hann endaði í öðru sæti í bæði skiptin. Klæðnaður Svíans hefur gert það að verkum að flestir vita hver Parnevik er. Johan Lindeberg hefur séð um að hanna og búa til þann fatnað sem Parnevik hefur notað og kylfingurinn hefur m.a. skipt um alklæðnað í miðju móti. Árið 2006 mætti Parnevik til leiks með nýjar áherslur í golftískunni og var hann með hálsbindi í atvinnumóti sem þykir frekar óhefbundið.