Jesper Parnevik frá Svíþjóð er enn efstur þegar keppni er hálfnuð á opna Texas meistaramótinu í golfi á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. Parnevik, sem hefur ekki sigrað á PGA-mótaröðinni frá árinu 2001, lék á 65 höggum í gær eða 5 höggum undir pari en hann er samtals á 14 höggum undir pari. Hann er fjórum höggum á undan landa sínum Mathias Grönberg. Svíar eru áberandi á þessu móti því Fredrik Jacobson er þriðji ásamt Bandaríkjamanninum Richard S. Johnson.