Justin Leonard tryggði sér sigur á opna Texas meistaramótinu í golfi í gær með því að setja niður pútt fyrir fugli á þriðju holu í bráðabana um sigurinn gegn Svíanum Jesper Parnevik. Leonard sigraði á þessu móti árið 2000 og 2001 en aðeins Arnold Palmer hefur sigrað þrívegis á þessu móti.
Parnevik var í efsta sæti mótsins fyrstu þrjá keppnisdagana og hann var með þriggja högga forskot fyrir lokahringinn. Parnevik lék fjórða hringinn á 69 höggum og Leonard lék á fimm höggum undir pari eða 65 höggum. Þetta er í 11. sinn sem Leonard sigrar á PGA-mótaröðinni en hann sigraði síðast árið 2005 á St. Jude Classic - meistaramótinu.