Suzann Pettersen frá Noregi sigraði Lorena Ochoa frá Mexíkó í bráðabana um sigurinn á Longs Drugs Challenge -meistaramótinu í gær á LPGA-kvennamótaröðinni í golfi. Pettersen og Ochoa voru báðar á 11 höggum undir pari eftir 72 holur.
Þær fengu báðar fugl á fyrstu holu bráðabanans en Pettersen tryggði sér sigurinn með því að setja niður pútt af stuttu færi. Pettersen og Ochoa eru einu kylfingarnir á LPGA-mótaröðinni sem hafa sigrað á fleiri en einu móti á LPGA-mótaröðinni. Juli Inkster endaði í þriðja sæti á 7 höggum undir pari vallar.
Pettersen hefur sigrað á fjórum atvinnumótum á þessu ári og þrívegis á LPGA-mótaröðinni. Hún fékk um 10 millj. kr. fyrir sigurinn.
Lokastaðan.