Fjórir fuglar hjá Birgi en samt einu höggi yfir pari í dag

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Reuters

Birgir Leifur Hafþórsson lék á einu höggi yfir pari á þriðja degi á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann leikur á eldri hluta San Rouge vallarins á Spáni og er sem stendur í 22. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum en ekki hafa allir lokið leik í dag. Alls eru 156 kylfingar á mótinu en aðeins 30 efstu fá keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næsta keppnistímabili sem hefst í desember.

Birgir hóf leik á 10. teig í dag og lenti hann í hremmingum á 11. braut þar sem hann lék á 7 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Á 12. náði hann að laga stöðuna með því að leik á einu höggi undir pari. Hann bætti við tveimur fuglum á 16. og 17. braut en hann lék 18. brautina á skolla.

Á 1. braut sem er sú 10. hjá Birgi í dag fékk hann skolla en hann svaraði því með fugli á 11. braut. Hann fékk par á 12. og síðan skolla á 14. og par á restinni af brautunum og lauk því leik á 73 höggum, einu yfir pari.

Skorkort Birgis.

Staðan á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert