Rose henti frá sér 34 milljónum kr.

Trevor Immelman.
Trevor Immelman. Reuters.

Trevor Immelman frá Suður-Afríku sigraði á Nedbank-meistaramótinu í golfi sem lauk í Sun-City í Suður-Afríku í gær. Keppt var á Gary Player vellinum og þrátt fyrir að Immelman hafi fengið skolla á þrjár síðustu brautirnar fagnaði hann samt sem áður sigri,  á 16 höggum undir pari, en aðeins 12 kylfingar fengu að taka þátt á þessu móti.

Englendingurinn Justin Rose fékk skramba (+2) á lokaholu mótsins en hann endaði einu höggi á eftir Immelman. Það má segja að mistök Rose hafi reynst honum dýrkeypt því Immelman fékk um 74 milljónir kr. fyrir sigurinn en Rose varð að sætt sig við helmingi lægri upphæð eða um 37 milljónir kr.

Ernie Els frá Suður-Afríku varð þriðji en hann var á 9 höggum undir pari og Svíinn Henrik Stenson endaði í fjórða sæti.  

Lokastaðan:

Trevor Immelman, Justin Rose, Ernie Els, Henrik Stenson, Rory Sabbatini, Luke Donald, Geoff Ogilvy Adam Scott, Niclas Fasth, Charl Schwartzel, Stewart Cink, Retief Goosen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert