Howell rifti samningnum við Callaway

Charles Howell III.
Charles Howell III. Reuters

Bandaríski kylfingurinn, Charles Howell III, hefur frá árinu 2000 leikið með Callaway kylfum og fyrir nokkrum árum gerði hann samning við fyrirtækið sem rennur út í lok ársins 2008. Howell hefur óskað eftir því við forráðamenn Callaway að samning hans verði rift og fékk hann hann ósk sína uppfyllta.

Howell hefur að mati Golf Digest fengið um 190 milljónir kr. á ári í laun fyrir ýmsa auglýsingasamninga og samingur hans við Callaway er metinn á um 150 milljónir kr. Ekki er vitað hvaða fyrirtæki hefur óskað eftir samstarfi við Howell en líklegt er talið að hann semji við Nike en góðvinur hans er Tiger Woods. Howell lék með Ping kylfum á háskólaárunum í Oklahoma State og gæti hann einnig verið í viðræðum við Ping.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert