Birgir lék á einu höggi yfir pari

Birgir Leifur Hafþórsson og Skotinn Craig Lee skoða púttlínuna á …
Birgir Leifur Hafþórsson og Skotinn Craig Lee skoða púttlínuna á Alfred Dunhill meistaramótinu sem fram fór á Leopard Creek vellinum í Suður-Afríku í síðustu viku. Reuters

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG lék á einu höggi yfir pari í morgun í morgun á öðrum keppnisdegi á Suður-Afríku meistaramótinu í golfi. Birgir er því samtals á 8 höggum yfir pari en lék á 79 höggum í gær en á 73 höggum í dag.

Birgir er þessa stundina í 78. sæti af alls 152 kylfingum og er ekki útilokað að þetta skor dugi til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Skor keppenda er frekar hátt á Pearl Valley-vellinum og miðað við skor keppenda í dag þá er það ekki ólíklegt að Birgir komist áfram.

Birgir byrjaði vel í morgun og var hann á tveimur undir pari eftir 4 holur en hann fékk fimm skolla (+1) á 9.-17. braut. Á lokaholunni fékk Birgir fugl og gæti sá fugl gert það að verkum að hann kemst í gegnum niðurskurðinn. Keppni lýkur síðdegis í dag og þá verður ljóst hver staðan verður hjá Birgi. 

Hollendingurinn Joost Luiten bætti sig um 15 högg í dag miðað við hringinn í gær. Hann lék á 10 höggum yfir pari í gær eða 82 höggum en í dag gerði hann sér lítið fyrir og lék á 5 höggum undir pari eða 67 höggum.  Luiten var í 120. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn en hann er í 41. sæti þessa stundina og öruggur um að komast í gegnum niðurskurðinn.

Skorkort Birgis. 

Staðan á mótinu. 

Birgir lék á Alfred Dunhill meistaramótinu í síðustu viku þar sem hann náði sér ekki á strik og komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn á því móti.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert