Tiger Woods hefur ekki keppt á PGA-mótaröðinni í golfi undanfarnar 10 vikur en hann er á meðal keppenda á Target World-meistaramótinu í Kaliforníu. Woods gerði mistök á lokaholunni þar sem hann sló boltann í vatnstorfæru og lék hann brautina á tveimur höggum yfir pari en hann lék hringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallar. Jim Furyk er efstur á fjórum höggum undir pari vallar. Aðeins 16 kylfingar eru á meðal keppenda á þessu móti.
„Ég er að sjálfsögðu ósáttur við lokaholuna en hringurinn var góður að öðru leyti,“ sagði Woods eftir að hann lauk leik í gær á Sherwood-vellinum.
Furyk hefur ekki leikið á PGA-móti frá því um
miðjan október og hann var ánægður með hvernig hann lék eftir langt keppnishlé.
Staðan á mótinu:
Jim Furyk 68
Zach Johnson 69
Rory Sabbatini 69
Henrik Stenson 69
Tiger Woods 69
Mark Calcavecchia 71
Padraig Harrington 71
Paul Casey 72
Niclas Fasth 72
Vijay Singh 72
Steve Stricker 72
Lee Westwood 72
Brett Wetterich 73
Fred Couples 74
Luke Donald 74
Colin Montgomerie 80