Tiger Woods gerði sér lítið fyrir og lék á 10 höggum undir pari á öðrum keppnisdegi á Target World meistaramótinu í golfi en þar eigast við 16 útvaldir kylfingar. Woods er með fjögurra högg forskot þegar keppni er hálfnuð en hann er samtals á 13 höggum undir pari eftir að hafa leikið á 62 höggum á öðrum keppnisdegi mótsins.
Jim Furyk er annar en hann lék á 67 höggum í gær. Woods bætti vallarmetið á á Sherwood-vellinum í Kaliforníu en hann hefur ekki keppt á atvinnumótum undanfarnar 10 vikur og virðist hafa haft gott af hvíldinni.
Staðan á mótinu
131 - Tiger Woods (Bandaríkin) 69-62
135 - Jim Furyk (Bandaríkin)
68-67
136 - Zach Johnson
(Bandaríkin) 69-67
138 - Padraig
Harrington (Írland) 71-67
139 - Paul Casey (England)
72-67
140 - Vijay Singh
(Fijí) 72-68
141 - Luke Donald
(England) 74-67, Henrik Stenson (Svíþjóð) 69-72, Steve Stricker (Bandaríkin)
72-69
142 - Mark
Calcavecchia (Bandaríkin) 71-71
143 - Fred Couples
(Bandaríkin) 74-69, Lee Westwood (England) 72-71
144 - Niclas Fasth
(Svíþjóð) 72-72
146 - Brett
Wetterich (Bandaríkin) 73-73
147 - Colin
Montgomerie (Skotland) 80-67
150 - Rory
Sabbatini (Suður-Afríka) 69-81