Jöfn keppni á Bob Hope meistaramótinu

Shigeki Maruyama.
Shigeki Maruyama. AP

Shigeki Maruyama frá Japan lék á 65 höggum á fyrsta keppnisdegi á Bob Hope meistaramótinu í golfi sem hófst í gær í Bandaríkjunum en hann deilir efsta sætinu með fjórum öðrum. Sjö kylfingar léku á 6 höggum undir pari og er keppnin mjög jöfn á þessu PGA-móti sem leikið er á fjórum mismunandi völlum.

Atvinnukylfingarnir leika í ráshópum með ýmsum þekktum nöfnum úr skemmtanaiðnaðinum í Bandaríkjunum en Mathew Goggin, Omar Uresti, Tim Petrovic og Joe Durant eru á 7 höggum undir pari.

Á meðal þeirra sem taka þátt má nefna leikarann Samuel L. Jackson, tónlistarmennina Meat Loaf, Alice Cooper, Michael Bolton og Huey Lewis. 

Aðeins 17 kylfingar náðu ekki að leika undir pari á fyrsta keppnisdegi en alls eru 128 atvinnukylfingar sem taka þátt.


Á meðal þeirra sem léku yfir pari voru þeir: David Duval, Robert Allenby, Chad Campbell og Daniel Chopra en sá síðastnefndi sigraði á fyrsta PGA-móti ársins sem fram fór á Hawaii.

Staðan hjá atvinnukylfingunum

Staðan í liðakeppninni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka