DJ Trahan frá Bandaríkjunum lék á 64 höggum á öðrum keppnisdegi Bob Hope meistaramótsins í golfi á PGA-mótaröðinni í gær en hann deilir efsta sætinu ásamt landa sínum Robert Gamez en þeir eru báðir á 13 höggum undir pari.
Justin Leonard, sem sigraði á þessu móti, er einu höggi á eftir en Bandaríkjamaðurinn lék á 64 höggum.
Leikið er á fjórum mismunandi völlum á þessu móti en atvinnukylfingarnir leika í ráshópum með áhugakylfingum sem eru margir vel þekktir úr skemmtanaiðnaðinum í Bandaríkjunum.
Gamez missti keppnisrétt sinn á PGA-mótaröðinni eftir að hafa endað í 132. sæti peningalistans á síðasta tímabili. Hann fékk boð frá mótshöldurum að taka þátt á Bob Hope meistaramótinu með sigri gæti hann tryggt sér tveggja ára keppnisrétt á mótaröðinni.
Staða efstu manna:
131 - D.J. Trahan 67-64, Robert Gamez 66-65.
132 - Justin Leonard 68-64.
134 - Steve Elkington 66-68.
135 - Brett Rumford 67-68, Scott Verplank 70-65, Ben Crane 66-69, Kyle Thompson 68-67, Tim Petrovic 65-70, Jeff Quinney 66-69.
136 - Mark Hensby 69-67, Anthony Kim 69-67, Charlie Wi 68-68, Dustin Johnson 67-69, Olin Browne 68-68, Todd Hamilton 67-69.
137 - Omar Uresti 65-72, Ken Duke 67-70, Bill Haas 69-68, Chez Reavie 69-68.