Guðmundur fer á kostum í háskólagolfinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. mbl.is/Styrmir Kári

Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem leikur fyrir East Tenessee State háskólann í Bandaríkjunum var valinn íþróttamaður vikunnar í sinni deild í bandaríska háskólagolfinu.

Guðmundur vann sinn annað háskólamót í Bandaríkjunum á dögunum á OLD TOPC White-velli í Greebrier og virðist sigurinn á þessum sögufræga velli hafa skilað honum þessum titli.

Sigur Guðmundar var hans annar í röð en ETSU háskólaliðið vann í liðakeppninni. Guðmundur var efstur ásamt tveimur öðrum kylfingum á mótinu þar sem fresta þurfti lokahringnum vegna veðurs.

Guðmundur og félagar í ETSU undirbúa sig nú fyrir meistaramót Suður-deildarinnar sem hefst á morgun á Pinehurst í Norður-Karólínufylki. 

Hér má sjá fréttina um Guðmund á heimasíðu skólans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert