Mikil viðbrögð voru á samfélagsmiðlunum vegna árangurs Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á Flórída og hefur hún fengið hlýjar kveðjur.
Forsætisráðherrann, Sigurður Ingi Jóhannsson, sagði til að mynda á Twitter að árangurinn væri stórkostlegur fyrir golfíþróttina á Íslandi.
Birgir Leifur Hafþórsson, sjöfaldur Íslandsmeistari og eini íslenski karlinn sem leikið hefur á Evrópumótaröðinni, sendi Ólafíu fallega kveðju á Facebook þar sem hann segir Ólafíu hafa uppgötvað á síðustu mánuðum að hún sé stórkostlegur kylfingur. Ragnhildur Sigurðardóttir, þrefaldur Íslandsmeistari og einn kunnasti kylfingur landsins, segir Ólafíu einfaldlega vera átrúnaðargoðið sitt.
Mbl.is týndi til nokkur dæmi:
When the prime minister of Iceland tweets to you 🙈 takk fyrir! https://t.co/IyHrnl0haQ
— Olafia Kristinsd. (@olafiakri) December 5, 2016
Til hamingju, Ólafía Þórunn. Stórkostlegur árangur hjá þér og fyrir íþróttina hér á landi. #Ólafía #Golf
— Sigurdur Ingi J. (@SigurdurIngiJ) December 4, 2016
Ólafía að komast í elítuhóp íslenskra íþróttamanna með frammistöðu sinni.Framúrskarandi. #Golf #Ólafía
— Hörður Magnússon (@HoddiMagnusson) December 3, 2016