Undrandi á golfiðkun Íslendinga

Ólafía Þórunn á æfingaflötinni.
Ólafía Þórunn á æfingaflötinni. Ljósmynd/ladieseuropeantour.com

Grein um Ólafíu Þórunni Kristinsdóttir á heimasíðu LPGA-mótaraðinnar hefst á spurningunni: „Vissi einhver að golf væri leikið á Íslandi?“

Hvort þetta sé vitnisburður um að Íslendingum hafi tekist illa að kynna golfvelli sína fyrir Bandaríkjamönnum eða einfaldlega vanþekkingu Jennifer Myer sem ritaði greinina er ekki gott að segja til um. 

Myer tekur fram síðar í greininni að komið hafi henni á óvart að Ísland skuli geyma liðlega 65 golfvelli. 

Í annarri frétt á heimasíðu bandarísku mótaraðarinnar er rætt við Ólafíu eftir að keppnisrétturinn á mótaröðinni á næsta ári var í höfn hjá henni í gærkvöldi. Ólafía er þar beðinn um að ráðleggja kylfingum hvað sé eftirsóknarverðast að skoða varðandi golf á Íslandi og nefnir hún þar hið kunna alþjóðlega mót á Jaðarsvelli á Akureyri: Arctic Open. „Allir ættu að koma og taka þátt í því. Mótið er frábært og mjög vinsælt,“ er haft eftir Ólafíu. 

Tíst frá forsætisráðherranum

Ólafía í hóp þeirra bestu

Ótrúlegt afrek hjá Ólafíu

„Ég er ótrúlega stolt“

Frá Arctic Open.
Frá Arctic Open. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert