Draumahögg Ólafíu vekur athygli

Ólafía ánægð eftir hringinn í dag.
Ólafía ánægð eftir hringinn í dag. Ljósmyn/Twitter-síða LPGA.

Höggið glæsilega hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, atvinnukylfingi, þar sem hún fór holu í höggi, hefur vakið mikla athygli í golfheiminum enda ekki á hverjum degi sem kylfingar fara holu í höggi á risamótum.

Um er að ræða fyrsta skiptið sem Ólafía fer holu í höggi á LPGA-mótaröðinni, og á ferli hennar sem atvinnumaður. Hún valdi heldur betur rétta augnablikið og framkvæmdi draumahöggið á stóra sviðinu, á fyrsta risamóti ársins, ANA Inspiration mótinu sem fram fer í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum.

Myndskeiðið af högginu hefur nú þegar verið birt á vefsíðu Golf Channel, á vef Sky Sports, og að sjálfsögðu á vef LPGA-mótaraðarinnar. Þar birtist einnig mynd af Ólafíu skömmu eftir höggið.

Höggið kom á 17. holu Dinah Shore-vallarins á sem er í eigu Mission Hills-golfklúbbsins en holan er 165 metra löng par 3 hola.

Ólafía er sem stendur í 52. sæti er fjölmargir kylfingar eiga enn eftir að ljúka leik í kvöld. Ljóst er að spennandi verður að fylgjast með henni á morgun og áhugavert að sjá hvort frábær endir á hringnum í dag verði henni byr undir báða vængi á morgun.

Höggið má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert