Andri og Guðmundur fallnir úr leik

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari á fyrsta hringnum á Belfius Ladies Open-mótinu í golfi. Mótið er hluti af LET-mótaröðinni, þeirri næststerkustu í Evrópu, en leikið er í Belgíu. 

Guðrún fékk fimm skolla og 13 pör og er í 47.-57. sæti. Berglind Björnsdóttir lék á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari og er í 72.-82. sæti. 

Annar hringur mótsins fer fram á morgun. 

Í Nordic-golf mótaröðinni komust þeir Andri Þór Björnsson og Guðmundur Kristjánsson báðir í 16-manna úrslit á SM Match-mótinu sem haldið er í Svíþjóð, en á því er leikið í holukeppni. 

Þeir komust úr 32-manna úrslitunum en féllu úr leik eftir töp í dag. Andri tapaði fyrir Gustav Adell og Guðmundur fyrir Daniel Jennevret, en þeir eru báðir frá Svíþjóð. 

Andri Þór Björnsson
Andri Þór Björnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert