Anna sló vallarmetið – jöfn Guðrúnu

Anna Sólveig Snorradóttir í Eyjum í dag.
Anna Sólveig Snorradóttir í Eyjum í dag. GSÍ
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Anna Sólveig Snorradóttir, báðar úr Keili, eru efstar og jafnar á samtals fimm höggum yfir pari, 145 höggum, þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í golfi 2018.
Anna Sólveig gerði sér lítið fyrir og bætti vallarmetið á Vestmannaeyjavelli. Anna Sólveig lék á 65 höggum eða fimm undir pari, þar sem hún fékk alls 9 fugla.
Guðrún Brá lék á fimm yfir pari í dag eða 75 höggum. Helga Kristín Einarsdóttir úr Keili er í þriðja sæti á sex höggum yfir pari.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir á Vestmannaeyjavelli í dag.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir á Vestmannaeyjavelli í dag. mbl.is/Sigfús Gunnar

Alls komust 19 keppendur í gegnum niðurskurðinn á Íslandsmótinu í kvennaflokknum.
Staðan í kvennaflokki er þannig:
1.-2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (70-75) 145 högg (+5)
1.-2. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (80-65) 145 högg (+5)
3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73-73) 146 högg (+6)
4.-5. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (78-70) 148 högg (+8)
4.-5. Saga Traustadóttir, GR (72-76) 148 högg (+8)
6. Heiða Guðnadóttir, GM (80-71) 151 högg (+11)
7.-8. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA (80-73) 153 högg (+13)
7.-8. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (78-75) 153 högg (+13)
9.-15. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (79-75) 154 högg (+14)
9.-15. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM (76-80) 156 högg (+16)
9.-15. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK (77-79) 156 högg (+16)
9.-15. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR (75-81) 156 högg (+16)
9.-15. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (75-81) 156 högg (+16)
9.-15. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD (80-76) 156 högg (+16)
9.-15. Berglind Björnsdóttir, GR (76-80) 156 högg (+16)
16. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (76-81) 157 högg (+17)
17. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (84-74) 158 högg (+18)
18.-19. Eva Karen Björnsdóttir, GR (81-78) 159 högg (+19)
18.-19. Árný Eik Dagsdóttir GKG (80-79) 159 högg (+19)
Anna Sólveig Snorradóttir með skorkortið.
Anna Sólveig Snorradóttir með skorkortið. Ljósmynd/GSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert