Fagnaði á McDonalds

John Daly innan um áhorfendur á PGA-meistaramótinu 1991.
John Daly innan um áhorfendur á PGA-meistaramótinu 1991. AFP

Í Sögu­stund­inni verður að þessu sinni farið tutt­ugu og átta ár aft­ur í tím­ann til Indi­ana­pol­is í Banda­ríkj­un­um. Þar skaust kylf­ing­ur­inn lit­ríki John Daly fram á sjón­ar­sviðið þegar síðasta ri­sa­mót árs­ins, PGA-meist­ara­mótið, fór þar fram á Crooked Stick-vell­in­um 8.-11. ág­úst árið 1991. John Daly sigraði á mót­inu en aðdrag­and­inn var lygi­leg­ur því kvöldið fyr­ir fyrsta hring var hann stadd­ur heima hjá sér í Dar­da­nelle í Ark­ans­as-ríki.

Alla jafna eru kylf­ing­arn­ir mætt­ir á mótsstaðinn á mánu­degi og kanna aðstæður í þrjá daga en ri­sa­mót­in eru ávallt frá fimmtu­degi til sunnu­dags. Hinn lítt þekkti John Daly var ní­undi á biðlista inn í mótið og fátt benti til þess að hann fengi þar keppn­is­rétt. Daly slakaði því á heima hjá sér og gaf kylfu­svein­in­um, Dave Beig­hle, viku­frí en hann hélt til síns heima í Virg­inia-ríki.

Kvöldið fyr­ir fyrsta hring fékk Daly sím­tal frá PGA þar sem hon­um var til­kynnt að marg­ir kylf­ing­ar hefðu boðað for­föll og hann væri orðinn fyrst­ur á biðlista. Daly og þáver­andi unn­usta hans, Bettye, óku því af stað í BMW-bif­reið sinni og keyrðu alla nótt­ina til Indi­ana­pol­is. Eft­ir átta tíma akst­ur fékk Daly þær frétt­ir að eig­in­kona Nicks Price væri kom­in á fæðing­ar­deild­ina og Price hafði um nótt­ina dregið sig út úr mót­inu af þeim sök­um.

Var í 168. sæti heimslist­ans

John Daly var geysi­lega hæfi­leika­rík­ur en hafði ekki látið mjög að sér kveða á landsvísu þegar að PGA-meist­ara­mót­inu kom. Hann var 25 ára gam­all nýliði á mótaröðinni og var í 168. sæti á heimslist­an­um. Hann hóf árið 1991 í 223. sæti og hafði nokk­urn veg­inn tek­ist að tryggja sér áfram­hald­andi keppn­is­rétt á PGA-mótaröðinni. Sem er ekki slæmt fyr­ir nýliða en var þó fyrst og fremst frammistöðunni í einu móti að þakka, þar sem hann náði 3. sæti.

Engu að síður voru aðeins ör­fá­ir sem vissu hver Daly var. Hann mætti til leiks án kylfu­sveins, umboðsmanns eða fjöl­miðlafull­trúa. Hann mætti nán­ast ein­göngu með kylf­urn­ar sín­ar, óvenju­lega hár­greiðslu, mikla hæfi­leika og rétta viðhorfið. Áður­nefnd­ur Price lánaði hon­um reynd­an kylfu­svein, Jeff Med­len, sem skyndi­lega stóð uppi verk­efna­laus á keppn­is­staðnum.

John Daly fagnar sigri á The Open Championship á Old …
John Daly fagn­ar sigri á The Open Champ­i­ons­hip á Old Cour­se í St. Andrews árið 1995. Hann hef­ur sigrað á tveim­ur ri­sa­mót­um á skraut­leg­um ferli. Reu­ters

Óttaðist ekk­ert

Vafa­laust hef­ur nær­vera Med­lens hjálpað mikið til í mót­inu þar sem Daly setti á svið hálf­gerða sýn­ingu. Gíf­ur­leg högg­lengd hans nýtt­ist til fulls á hinum langa Crooked Stick-velli og gat hann slegið yfir ýms­ar hindr­an­ir en keppi­naut­ar hans gátu ekki leikið það eft­ir. Daly lét bara vaða nán­ast í hverju ein­asta höggi og virt­ist ekki ótt­ast það að gera mis­tök. Hann tók oft­ar en ekki dri­ver á teig og sló að meðaltali 303 jarda með þeirri kylfu. Hon­um gekk vel að hitta braut­irn­ar og hitti auk þess 54 flat­ir af 72 í til­skild­um högga­fjölda. Slík geta bjó vissu­lega í John Daly sem hafði orðið rík­is­meist­ari aðeins 17 ára en fáir reiknuðu með að svo lítt reynd­ur kylf­ing­ur gæti sýnt sín­ar bestu hliðar und­ir þeirri pressu sem fylg­ir ri­sa­mót­un­um.

Sá högg­lengsti sem Nicklaus hafði séð

Nokkr­um sinn­um hef­ur það þó gerst að nán­ast óþekkt­ir kylf­ing­ar sigra á ri­sa­mót­un­um í langri sögu íþrótt­ar­inn­ar. Lík­lega hef­ur þó eng­inn gert það með jafn mikl­um glæsi­brag og Daly gerði árið 1991. Hann gerði nán­ast allt vit­laust á mótsstaðnum og áhorf­end­ur ein­fald­lega elskuðu hann. Hegðun hans var óvenju­leg og á loka­deg­in­um þegar hann var í for­ystu, var Daly enn að gefa af sér og fagna með áhorf­end­um.

Goðsögn­in Jack Nicklaus kom við í út­send­ing­ar­klefa CBS til að sjá Daly slá á sjón­varps­skján­um. „Al­mátt­ug­ur. Því­lík­ur kraft­ur. Ég hef aldrei á æv­inni séð nokk­urn mann slá jafn langt,“ sagði þessi marg­faldi meist­ari og slóst í aðdá­enda­hóp­inn því hann skildi eft­ir miða í skáp Dalys í bún­ings­klef­an­um með hvatn­ing­ar­orðum fyr­ir loka­dag­inn.

Cl­int­on hreifst með

Takt­ar og fram­koma Johns Dalys á PGA-meist­ara­mót­inu 1991 voru með óvenju­leg­asta móti og fyr­ir vikið þykir sig­ur­inn enn merki­legri. Daly gaf sér næg­an tíma til að sinna aðdá­end­um að mót­inu loknu og eyddi tveim­ur og hálf­um tíma í mynda­tök­ur og árit­an­ir eft­ir að hafa veitt sig­ur­laun­un­um mót­töku. Því næst fagnaði hann með því að panta li­mósínu, fór í bíla­l­úgu á McDon­alds og sötraði nokkra bjóra með.

Þáver­andi rík­is­stjóri í Ark­ans­as, Bill Cl­int­on, er kylf­ing­ur og mik­ill áhugamaður um golf. Hann réð sér vart fyr­ir kæti þegar sig­ur­inn var í höfn og gjörði kunn­ugt dag­inn eft­ir sig­ur Daly að dag­ur­inn (11. ág­úst) yrði fram­veg­is kallaður „John Daly-dag­ur­inn“.

Grein­in birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu hinn 31. des­em­ber 2011. 

John Daly í keppni í sumar. Í seinni tíð hefur …
John Daly í keppni í sum­ar. Í seinni tíð hef­ur afar lit­ríkt fata­val verið áber­andi hjá kapp­an­um sem er með samn­ing við Loudmouth. AFP
mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert