Johnson tveimur milljörðum ríkari

Dustin Johnson fagnar sigri á East Lake vellinum í kvöld.
Dustin Johnson fagnar sigri á East Lake vellinum í kvöld. AFP

Banda­ríkjamaður­inn Dust­in John­son sigraði á Tour Champ­i­ons­hip mót­inu í golfi í Atlanta í kvöld og varð einnig stiga­meist­ari á PGA-mótaröðinni. 

Mótið var loka­mót FedEx úr­slita­keppn­inn­ar og sig­ur­inn í henni trygg­ir John­son 15 millj­ón­ir doll­ara í verðlauna­fé eða rúma 2 millj­arða ís­lenskra króna. Fyr­ir vikið verður John­son vænt­an­lega of­ar­lega á list­an­um yfir þá íþrótta­menn sem mest þéna á ár­inu 2020. 

John­son var efst­ur fyr­ir loka­mótið og fékk for­gjöf í sam­ræmi við það en það fyr­ir­komu­lag er notað á loka­mót­inu. John­son vann tvö mót af þrem­ur í úr­slita­keppn­inni og tapaði því þriðja eft­ir bráðabana gegn Jon Rahm. Hann var því geysi­lega stöðugur í leik sín­um. Þegar uppi var staðið vann hann loka­mótið með þriggja högga for­skot á Just­in Thom­as og Xand­er Shauf­fele en þeir urðu efst­ir á stigalist­an­um 2017 og 2018. 

Jon Rahm var fjór­um högg­um á eft­ir John­son. 

Á venju­legu keppn­is­tíma­bili væri lítið eft­ir af keppn­is­tíma­bil­inu hjá bestu kylf­ing­um heims. Árið 2020 er frá­brugðið vegna heims­far­ald­urs­ins og kylf­ing­arnr eiga eft­ir Opna banda­ríska meist­ara­mótið sem hefst á fimmtu­dag­inn og í nóv­em­ber verður Masters á Augusta Nati­onal. 

Dustin Johnson með bikarinn í kvöld.
Dust­in John­son með bik­ar­inn í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert