Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir hafnaði í 29. sæti á Lavaux Ladies Open-mótinu. Er mótið hluti af LET-Access-mótaröðinni. Lék Guðrún á samtals fjórum höggum yfir pari.
Slæmur annar hringur skemmdi fyrir Guðrúnu en hún lék fyrsta hringinn á 72 höggum, annan hringinn á 77 höggum og þann þriðja og síðasta í dag á 71 höggi.
Guðrún var í 16. sæti á stigalista mótaraðarinnar fyrir mótið þar sem hún endaði í 14. og 24. sæti á fyrstu tveimur mótunum sem hún lék á í ár.