Lokaði augunum og sigraði

Sergio Garcia fagnaði sigrinum vel og innilega eftir að hafa …
Sergio Garcia fagnaði sigrinum vel og innilega eftir að hafa áður verið í mikilli lægð á árinu. AFP

Spán­verj­an­um Sergio Garcia hef­ur tek­ist að vinna mót á stærstu mótaröðunum í golfi, PGA- og /eða Evr­ópu­mótaröðinni, á hverju ári í ára­tug eft­ir að hafa sigrað á Sand­er­son Farms-mót­inu í Mississippi á sunnu­dags­kvöldið. 

Garcia hef­ur verið í fremstu röð í heim­in­um í meira en tvo ára­tugi og sló í gegn fyr­ir al­vöru þegar hann barðist um sig­ur­inn á PGA-meist­ara­mót­inu árið 1999 gegn Tiger Woods. 

Garcia hef­ur nú unnið at­vinnu­manna­mót á þrem­ur mis­mun­andi ára­tug­um og hef­ur sam­tals verið í 450 vik­ur á meðal tíu efstu á heimslist­an­um. 

Garcia hef­ur hins veg­ar átt erfitt upp­drátt­ar á þessu ári og hef­ur púttað hörmu­lega miðað við kylf­ing í hans gæðaflokki. Spán­verj­inn er þekkt­ur fyr­ir að slá vel en á ár­inu hafa um 250 kylf­ing­ar púttað bet­ur á PGA-mótaröðinni ef all­ir eru tald­ir með sem kom­ast inn á mót­in. 

Það breytt­ist í síðustu viku þegar Garcia púttaði mjög vel og sigraði á sam­tals 19 högg­um und­ir pari. Garcia brá á það ráð að loka aug­un­um þegar hann púttaði. Hafði þá áður vita­skuld grandskoðað pútt­lín­una og aðstæður. 

Sagði hann á blaðamanna­fund­um að með þessu fengi hann betri til­finn­ingu fyr­ir pútt­un­um og lengd­ar­stjórn­un­in yrði betri. 

Ekki er það eins­dæmi að kylf­ing­ur grípi til þess­ara ráðstaf­ana í pútt­um en lík­lega eru fá dæmi um jafn mikla og ár­ang­urs­ríka breyt­ingu. 

mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Bosnía 2 1 0 1 49:54 -5 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Georgía 2 0 0 2 51:57 -6 0
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
13.03 14:00 Georgía : Bosnía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Bosnía 2 1 0 1 49:54 -5 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Georgía 2 0 0 2 51:57 -6 0
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
13.03 14:00 Georgía : Bosnía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert